Heyrnarhjálp félag heyrnarskertra á Íslandi lýsir yfir þungum áhyggjum yfir stöðu barna og fullorðinna á heyrnarmælingu og heyrnartækjum en nærri tveggja ára bið eftir þjónustu hjá Heyrnar og talmennastöð Íslands og ljóst að úrlausna er þörf. Heyrnarskert börn eru að bíða svo mánuðum skiptir og sem og fólk með mjög alvarlega heyrnarskerðinu. Ómeðhöndluð heyrnarskerðing er þungbær og gríðarlega kosnaðarsöm fyrir samfélagið í heild sinni sé ekkert að gert og veldur einstakingum mikla skerðingu á lífsgæðum.
Heyrnarskerðing getur valdið atvinnumissi, félagslegri einangun, heilsubrestum af margvíslegum toga bæði líkamlegum og andlegum meinum og er stór fatktor í lýðheilsu. Því skiptir mikilu að sýna fyrirhyggju til lengri tíma liðið. Það gera nágranna þjóðir okkar og gera það vel, vitandi að slíkt spara ríkissjóði háar fjárhæðir til lengri tíma litið.
Heyrnar og talmennastöðin þjónustar öll börn og ungmenni, alla þá sem eru með alvalega heyrnarskerðingu sem og alla þá sem eru með ígræðslur á landinu öllu. Mikill skortur er á heyrnarfræðingum ásamt niðurskurði til HTÍ auk hækkandi aldurs þjóðarinnar og fjölgun landsmanna hafa gert þessa stöðu algjörlega óásættanlega og við því þarf að bregðast.
Heyrnarhjálp skorar á Willum Þór Þórsson Heilbrigðisráðherra að grípa tafarlaust til aðgerða svo Heyrnar og talmeinastöð Íslands geti sinnt lögbundu hlutverki sínu þannig að heyrnarskert börn og fullorðnir þjáist ekki í einsemd, svipt möguleika á samskipum eða þau takmörkuð með þeim afdrifaríku afleiðingum sem slíku fylgja.