Samtal við ráðherra: Landsáætlun í málefnum fatlaðst fólks

Heyrnarhjálp vill vekja athygli á eftirfarandi fundarherferð félagsmálaráðherra og hvetur félagsmenn sína til að taka þátta.  Ljóst er að staðan í málefnum heyrnarskertra er grafalvarleg og hefur aðgengi að þjónustu versnað hin síðari ár. Ekkert um okkur án okkar!

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, býður þessar vikurnar til opinna samráðsfunda um landið. Fundurinn á höfuðborgarsvæðinu fer fram 27. júní á Grand hótel.

Á fundunum er fjallað um helstu áherslur í þjónustu við fatlað fólk í nútíð og framtíð og hvernig staðið verður að innleiðingu þeirra. Samráðsfundirnir hafa þann tilgang að tryggja milliliðalaust samtal um það sem fólki er efst í huga þegar málefni fatlaðs fólks ber á góma.

Verið öll hjartanlega velkomin!

Scroll to Top