Ný íslensk kvikmynd \“Leynilögga\“ sýnd með íslenskum texta

Það gladdi okkur mikið hjá Heyrnarhjálp þegar okkur var tjáð að nýja íslenska myndin Leynilögga yrði sýnd með íslenskum texta  í Sambíóunum Álfabakka, Akureyri og Keflavík dagana 19. nóv til 9. des. Við hvetjum félaga okkar að nýta tækifærið og fara í bíó!

Við þökkum Pegasus og Sambíóunum kærlega fyrir að brjóta múra í aðgengismálum heyrnarskerta.

Hér er linkur á lýsingu á myndinni fyrir áhugasama: Leynilögga

 

 

Scroll to Top