Vertu snjöll/snjall – Snjallsímanámskeið fyrir heyrnaskerta!

Heyrnarhjálp kynnir rittúlkað námskeið í snjallsímanámskeið fyrir félagsmenn sína (nýir félagar velkomnir!) með tæknisnillingnum Atla Stefáni Yngvasyni. Atli Stefán stofnaði tæknibloggið Simon.is og er einn af stjórnendum þess, hann er alhliða nörd og tæknifíkill með meiru!
 
Á námskeiðinu verður farið yfir með þátttakendum hvernig einstaklingar sem heyra illa geta nýtt sér betur snjallsímatæknina og hvaða sérsniðnu lausnir eru í boði fyrir þá. Einnig mun Atli aðstoða þátttakendur að læra betur á snjallsímana sína og/eða viðhalda kunnáttu sinni.
 
Námskeiðið verður haldið í tvö skipti, annars vegar fyrir þá sem eru með Iphone (IOS stýrikerfi) og hins vegar fyrir þá sem eru með Android stýrikerfi.
– Iphone námskeiðið verður: 24. október kl. 18:00 – 20:00
– Android námskeiðið verður: 31. október kl. 18:00 – 20:00
 
Hvar: Borgir, Spönginni í Grafarvogi
 
Þátttaka í námskeiðið er félagsmönnum Heyrnarhjálpar að kostnaðarlausu og við hvetjum nýja sem og aldna félagsmenn til að skrá sig!
Fyrir þá sem eru ekki félagsmenn kostar þátttaka 10.000 kr.
 
Skráning fer fram í gegnum: heyrnarhjalp@heyrnarhjalp.is
Scroll to Top