Aðalfundur Heyrnarhjálpar 2016

Nú er komið að aðalfundi félagsins þetta árið og verður hann haldinn þriðjudaginn 12. apríl kl 20:00 í Safnaðarheimili Langholtskirkju að þessu sinni.

Ástæðan fyrir staðsetningunni er sú að við höfum nú leigt út meirihluta af okkar húsnæði og þetta er bara handan við götuna. Auk þess höfum við átt afar ánægjulegt og gott samstarf við Langholtskirkju og starfsfólk þar.

Það verða næg bílastæði og allir hjartanlega velkomnir.

Þeir sem eru til í að gefa kost á sér í stjónr félagsins endilega hafið samband við Kolbrúnu framkvæmdastjóra í síma 8666444.

Það er bæði fróðlegt og gefandi að vinna að félagsmálum og þetta er ekki mikill tími sem fer í þetta.

Scroll to Top