Andlát: Guðjón Ingvi Stefánsson fv. formaður Heyrnarhjálpar

\"\"

Guðjón Ingvi Stefánsson fyrrum formaður Heyrnarhjálpar lést 4 desember s.l . Útför hans fer fram frá Bústaðarkirkju föstudaginn 17. desember kl. 13:00.

Við hjá Heyrnarhjálp þökkum innilega fyrir allt það mikla og góða starf sem Guðjón Ingvin gerði fyrir félagið. Sjálfboðaliðar skipta sköpum fyrir félagasamtök eins og Heyrnarhjálp og  Guðjón var einn þeirra sem áttu stóran þátt í því að koma því í núverandi mynd og á fyrir það mikið þakklæti skilið. Hann var ávallt með velferð þess að leiðaljósi og var einn af burðarstoðum þess. Það er því með sorg í hjarta sem við þökkum honum fyrir í síðasta sinn og kveðjum þennan merka mann.

 

Scroll to Top