Aðalfundargerð – 12. apríl 2016

Aðalfundur Heyrnarhjálpar haldinn í safnaðarheimili Langholtskirkju þriðjudaginn 12.apríl 2016 kl. 20-21

Dagskrá aðalfundarins:

Hjörtur Jónsson formaður Heyrnarhjálpar setur fundinn

 • Kosning fundarstjóra: Tillaga kemur um Gísla Ólaf Pétursson sem fundarstjóra og er hún samþykkt.
 • Kosning fundarritara: Tillaga kemur um Klöru Matthíasdóttur sem fundarritara og er hún samþykkt.
 • Skýrsla stjórnar
 1. Skýrsla formanns : Hjörtur flutti skýrslu stjórnar þar sem hann fór yfir það helsta sem gert hafði verið á árinu.
 2. Kolbrún Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Heyrnarhjálpar leggur fram og skýrir endurskoðaðan og áritaðan ársreikning félagsins fyrir liðið starfsár.
 3. Umræður og atkvæðagreiðsla um skýrslu formanns og ársreikning.

Skýrsla formanns og ársreikningur félagsins var samþykkt. Sigurjón Einarsson skoðunarmaður ársreiknings leggur fram eftirfarandi athugasemdir við ársreikninginn:

-Notuð er komma (,) en ekki punktur (.) sem þúsundatákn.

-Þar sem vörusala er óverulegur þáttur i starfsemi Heyrnarhjálpar í dag þá færi betur á að Rekstrartekjur hétu Framlög, styrkir og aðrar tekjur. Þessar athugasemdir setti ég einnig fram í fyrra.

-Átta mig  ekki á skýringar 2.

-Hver er ástæðan fyrir því að einn af reikningum í Landsbanka heitir NBI hf Sparireikningur?
Kolbrún gaf þá skýringu að þessi reikningur hefði verið stofnaður vegna sölu hlutabréfa og menn hefðu viljað halda honum sér en það sé svosem engin ástæða til þess og verði væntanlega felldur undir liðinn sjóði og bankareikningar.

Framkvæmdastjóri leggur fram og kynnir drög að starfsáætlun fyrir næsta ár:

(sjá frá Kollu).

 • Ákvörðun félagsgjalds:

Félagsgjaldið er 1500 krónur fyrir hvern fullgreiðandi aðila og tillaga kemur um óbreytt félagsgjald sem er samþykkt. Fyrirspurn kemur úr sal hvað það þýðir að vera fullgreiðandi aðili. Formaður svarar þeirri fyrirspurn með því svari að fólki sé frjálst að borga hærri eða lægri upphæð, og félagsgjaldið sé valfrjáls krafa í heimabanka.

 • Lagabreytingar: Ekki er lögð fram tillaga um lagabreytingar.
 • Kosningar samkvæmt 5.grein laga.
 1. Kosning formanns til eins árs: Hjörtur Jónsson formaður býður sig fram til eins ára og er það samþykkt.
 2. Kosning tveggja aðalmanna í stjórn til tveggja ára: Sigrún Magnúsdóttir og Þráinn Sveinbjörnsson bjóða sig fram til tveggja ára og er það samþykkt.
  Margrét Friðþjófsdóttir býður sig fram til eins árs og er það samþykkt.
 3. Kosning tveggja varamanna til eins árs: Atli Ágústsson gefur kost á sér áfram og Kristín Margrét Bjarnadóttir gefur kost á sér í varastjórn Samþykkt.
  Kosning tveggja skoðunarmanna ársreiknings og tveggja til vara til eins árs:

Sigurjón Einarsson og Tómas Hallgrímsson bjóða sig fram sem skoðunarmenn ársreiknings og er það samþykkt. Þórir Steingrímsson og Sigurður Einarsson bjóða sig fram til vara til eins árs og er það samþykkt.

 1. Önnur mál:

Grétar Snær Hjartarson fráfarandi stjórnarmaður þakkar stjórn og framkvæmdastjóra góð og ánægjuleg samskipti á árinu en hann gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.

Aðalfundinum lauk kl. 21 og  eftir fundinn voru kaffiveitingar í boði Heyrnarhjálpar.

Fundarritari var Klara Matthíasdóttir

36. Fundur – 25. maí 2016

36. fundur Heyrnarhjálpar – Félag heyrnarskertra á Íslandi, haldinn þann 25.5. 2016 að Langholtsvegi 111 kl. 17.15.

Mættir: Hjörtur Jónsson formaður Heyrnarhjálpar (HJ), Kolbrún Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Heyrnarhjálpar (KS), Ingólfur Már Magnússon (IMM), Þráinn Sveinbjörnsson, Margét Friðþjófsdóttir (MF) og Sigrún Magnúsdóttir (SM).

.Forföll boðuðu  Kristín Margrét Bjarnadóttir (KMB) og Atli Ágústsson (AÁ).

Dagskrá:

 1. Formaður setti  fundinn með táknmáli  og óskaði öllum gleðilegs sumars.
 2. Fundargerð síðasta fundar samþykkt og undirrituð af þeim sem voru á þeim fundi.
 3. Farið var yfir heimasíðuna.
  þjónustuaðilinn kom með tillögu um breytingar. Fram kom að ný síða gæti kostað um 450 þúsund en uppfærsla helmingi minna. Breytingar voru ræddar fram og tilbaka. Ákveðið var að fara í vinnu og að safna saman hverju á að bæta inn á síðuna – henda á milli okkar hugmyndum á tölvupósti.  Einnig var rætt um að hafa auglýsingaborða efst á síðunni – sem hægt væri að selja.
  Kolbrún hefur samband við þjónustuaðila um að fá demosíðu..
 4. Uppgreiðsla lána, Kolbrún lagði fram stöðu láns og upplýsingar um inneigna á bankareikningum. Framkvæmdastjóra var falið að kanna framkvæmdir og gera rekstraráætlun fyrir næsta fund. Þegar það liggur fyrir á næsta fundi þá er hægt að taka ákvörðun um uppgreiðslau láns.
 5. Kolbrún  kannaði kostnað við upplýsingakort um félagið. Fram kom að hjá Prentun kostuðu 500 stk kr 21.500 án vsk en hjá Nón 16.900 með vsk – prentað báðum megin og með uppsetningu. Ákveðið var að framkvæmdastjóri gengi í að fá uppkast af kortunum og sendi það síðan til okkar.
 6. Frestað var að fara yfir framkvæmdaáætlunina fyrir 2016 fram á næsta fund.
 7. Kolbrún tilkynnti um styrk frá ÖBI  að fjárhæð kr. 2850.000,-.

b Rætt var um Reykjavíkurmaraþonið. Kolbrún greindi frá að  hægt væri að fá bása í Laugardalshöll ef menn vildu kynna sitt félag þar sem verið er að skrá sig í mótið.
minni básar 2*2 var á kr.35.960.– en stærri 4*4 á 71.920,-
Fleira ekki tekið fyrir

Fundi slitið kl: 18:25

Margrét ritar fundargerð.

35. Fundur – 25. apríl 2016

35. fundur Heyrnarhjálpar – Félag heyrnarskertra á Íslandi, haldinn þann 25.4. 2016 að Langholtsvegi 111 kl. 17.15.

Mættir: Hjörtur Jónsson formaður Heyrnarhjálpar (HJ), Kolbrún Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Heyrnarhjálpar (KS), Ingólfur Már Magnússon (IMM), Sigrún Magnúsdóttir (SM), Margét Friðþjófsdóttir (MF) Kristín Margrét Bjarnadóttir (KMB) og Atli Ágústsson (AÁ). Forföll boðaði Þráinn Sveinbjörnsson

Dagskrá:

 1. Formaður setti þennan fyrsta fund nýrrar stjórnar með táknmáli, bauð nýja stjórnarmenn velkomna til starfa og óskaði öllum gleðilegs sumars.
 2. Fundargerð síðasta fundar samþykkt og undirrituð af þeim sem voru í fyrri stjórn.
 3. Þá kynntu fundarmenn sig, sögðu frá starfi sínu og stöðu ásamt ágripi af fyrri störfum.
 4. Samkvæmt lögum félagsins skiptir stjórn með sér verkum á fyrsta fundi eftir aðalfund. Varaformaður, gjaldkeri og ritari eru þau embætti sem þurfti að ákveða hver tæki að sér. Ingólfur Már sem verið hefur varaformaður undanfarin ár var kosinn áfram í það embætti. Sigrún gaf kost á sér í gjaldkerann og Margrét í ritarastarfið. Það var samþykkt með lófataki.
 5. Þá var framkvæmdaáætlun, sem samþykkt var í ársbyrjun og byggir mest á samningi við ríkið, lögð fram til kynningar og óskað eftir að fólk kæmi með tillögur eða hugmyndir á næsta fund ef einhverjar væru.
 6. Kolbrún kynnti nýtt fjáröflunar-app, sem Zenter er að kynna og bjóða.
  Um er að ræða forrit þar sem hægt er að velja einstaklinga og senda á þá áskorun um að kynna sér og styðja félagið með fjárframlögum.
  Forritið kostar 2-400 þúsund krónur og mánaðargjald fyrir afnot er 9.700 kr. á mánuði.
  Ákveðið að hafna þessu að sinni og reyna heldur að fara í átak til að ná inn nýjum félagsmönnum.
  Upp kom hugmynd um kynningarspjald svipað og nafnspjald að stærð með upplýsingum um félagið til að láta liggja frammi á sölustöðum heyrnartækja og víðar. Framkvæmdastjóra falið að kanna kostnað við það fyrir næsta fund.
 7. Önnur mál

Ákveðið að allar fundargerðir fari á netið sem tilheyra þessari stjórn.
Kolbrúnu var falið að senda nýjum aðilum allar fundargerðir síðustu stjórnar til fróðleiks fyrir þá.

Formaður greindi frá samvinnu við Fjólu ( Félag fólks með samþætta sjón – og heyrnarskerðingu) sem er í farvegi og búið að gera drög að samningi.
Ný stjórn Fjólu er með samninginn til skoðunar og til stendur að formaður þeirra Snædís Rán Hjartardóttir komi á fund til okkar og ræði þeirra hugmyndir og áherslur.

Fram kom að miðvikudagseftirmiðdagar henta flestum best til fundarhalda og verður stefnt á að nota þá þar til annað kemur í ljós.

Ingólfur Már Magnússon, sem er í nefnd um aðgengismál á vegum Reykjavíkurborgar (Ferlinefnd) sagði frá því að til stæði að kaupa tónmöskva og setja upp á ýmsum þjónustustöðvum þar sem því verður við komið. Um er að ræða litla tónmöskva sem kosta c.a . 25.000,- kr. hver.

Fleira ekki tekið fyrir

Fundi slitið kl: 18:08

Kolbrún Stefánsdóttir ritar fundargerð.

Aðalfundur Heyrnarhjálpar 2016

Nú er komið að aðalfundi félagsins þetta árið og verður hann haldinn þriðjudaginn 12. apríl kl 20:00 í Safnaðarheimili Langholtskirkju að þessu sinni.

Ástæðan fyrir staðsetningunni er sú að við höfum nú leigt út meirihluta af okkar húsnæði og þetta er bara handan við götuna. Auk þess höfum við átt afar ánægjulegt og gott samstarf við Langholtskirkju og starfsfólk þar.

Það verða næg bílastæði og allir hjartanlega velkomnir.

Þeir sem eru til í að gefa kost á sér í stjónr félagsins endilega hafið samband við Kolbrúnu framkvæmdastjóra í síma 8666444.

Það er bæði fróðlegt og gefandi að vinna að félagsmálum og þetta er ekki mikill tími sem fer í þetta.

Hittingur með stjórnmálamanni

Jón Gunnarsson

Þriðjudaginn 23. apríl 2013 kom alþingismaðurinn Jón Gunnarsson í heimsókn til okkar að Langholtsvegi 111 kl. 17:15

Hann kynnti sér helstu baráttumál Heyrnarhjálpar og upplýsti hvað flokkur hans, Sjálfstæðislokkurinn, hefur á stefnuskrá sinni í málefnum sem snerta heyrnarskerta. Stjórnarmenn voru með faglegar upplýsingar og fræðandi á báða bóga.

Þetta var góður fundur og vonum við að þingmaðurinn hafi farið margs vísari af þeim fundi. Við væntum þess að okkar málefni fái meira skilning í þingsölum í framtíðinni.