Aukin greiðsluþátttaka við kaup á heyrnrtækjum

Okkur hjá Heynarhjálp langar að benda á að nýverið jókst greiðsluþátttak ríkisins við kaup á heyrnartæki úr 50.000 í 60.000 per tæki.  Eins langar okkur að benda að mörg stéttfélög styrkja heyrnartækja kaup félagsmanna sinna.

 

 Hægt er að fá mælingu á heyrn og kaupa heyrnartæki á fimm stöðum. Heyrnar og talmeinastöðin. Heyrn. Heyrnatækni. Heyrnastöðin  og Heyrðu. Við hvetum félagsmenn til að prufa tæki og vanda valið vel.  Einnig er mikilvægt að gefa sér góðan tíma til að venjast nýjum tækjum við hinar ýmsu aðstæður.

Evrópuverkefni um hljóðóþol – fyrirlestur um verkefnið verður á aðalfundinum 18. maí n.k.

Hjörtur H. Jónsson verður með fyrirlestur um verkefnið á aðalfundi Heyrnarhjálpar þann 18. maí n.k.

Nánari upplýsingar:

Heyrnarhjálp er þátttakandi í Evrópuverkefni um hljóðóþol(e. misophonia) en hljóðóþol er taugaröskun sem lýsir sér í því að upplifum tiltekinna hljóða veldur svo mikilli vanlíðan að það truflar allar athafnir daglegs lífs. Mikilvægt er að greina börn með hljóðóþol snemma þannig að hægt sé að gera ráðstafanir sem koma í veg fyrir að hljóðóþolið trufli nám og félagslegan þroska og miðar verkefnið bæði að því að útbúa greiningartól og fræðsluefni fyrir starfólk menntastofnana. Upplýsingar um verkefnið og framkgang þess má finna á heimasíðu þess: https://misophonia-school.eu/

Markmið verkefnisins eru meðal annars:

  • Að þróa snjallsímaforrit (app) sem hægt er að nýta til að greina hljóðóþol. Forritið er hannað með sérstakri hliðsjón af skólastarfi þar sem kennari getur á einfaldan og skemmitlegan hátt athugað hvort einhverjir nemendur séu með hljóðóþol.
  • Útgáfa fræðsluefnis/námsefnis um hljóðóþol sem skiptist í 7 megin hluta.

Heyrnarhjálp er stoltur þátttakandi í þessu verkefni en einstaklingar með hljóðóþol eiga oft erfitt uppdráttar í samfélaginu og skortir bæði fræðslu og greiningar til að sporna við neikvæðum áhrif þess. Það verður áhugavert að hlusta á Hjört H. Jónsson kynna verkefnið fyrir félagsmönnum á aðalfundinum og við hvetjum alla til að mæta á fundinn.

Aðalfundur Heynarnarhjálpar 2022

Aðalfundur Heyrnarhjálpar 2022 verður haldin miðvikudaginn 18 maí klukkan 20:00 í Safnaðarheimili Langholtskirkju

Aðalfundur hefst kl 20:00

  1. Skipan fundarstjóra og fundarrita
  2. Ársskýrsla fyrra starfsárs
  3. Áritaðir reikningar fyrra árs kynntir og bornir upp til samþykktar
  4. Kjör formanns
  5. Kjör annarra stjórnarmanna (kjör 2ja manna til 2ja ára og kjör 2ja varamanna til 1.árs)
  6. Önnur mál.
  7. Hjörtur Jónsson fyrverandi formaður Heyrnarhjálpar mun halda fyrirlestur um hjóðóþol að hefðbundinni dagskrá lokinni.

   Fundurinn verður rittúlkaður. Verið velkomin!

 

Apríl-námskeið: Fræðsla um Tinnitus, heyrnarskerðing og/eða leiðtogaþjálfun

NHS (Samtök heyrnarskertra á Norðurlöndum) og Heyrnarhjálp bjóða upp á þrjú námskeið daganna 22. og 23. apríl n.k. á Hótel Natura.

Námskeiðin verða haldin á norsku og með íslenskri rittúlkun og þau eru kjörið fyrir þá sem þekkja ekki rittúlkun til að kynna sér það túlkunarform!

Námsefnið verður á íslensku þökk sé Heyrnar- og talmennastöð Íslands sem hefur þýtt efnið og verið traustur bakhjarl við undirbúninginn.

Skráning fer fram í gegnum heyrnarhjalp@heyrnarhjalp.is. Við hvetjum alla félagsmenn til þess að skrá sig en takmörkuð pláss eru í boði og fyrsti koma fyrsti fá!

 

Dagskrá fer fram á Hótel Natura og er svohljóðandi:

Námskeið 1 – Tinnitus:

Föstudagurinn 22. Apríl kl. 17:00-20:00. Fræðsla um eyrnasuð og hvaða leiðir og tækninýjungar eru í boði fyrir þá sem glíma við eyrnasuð.

Námskeið 2 – Heyrn/heyrnarskerðing:

Laugardagurinn 23. apríl kl. 10:00 – 13:00. Fræðsla um heyrn og heyrnarskerðingu, heyrnartæki og hvaða tæknýjungar eru í boði.

Námskeið 3 – Leiðtogaþjálfun

Laugardagurinn 23. apríl kl. 14:00-17:00. Leiðtogaþjálfun og þátttaka í félagsasmtökum m.a. fyrir fatlað fólk.

Skrifstofa Heyrnarhjálpar er flutt í nýtt húsnæði

Heyrnarhjálp hefur flutt skrifstofu sína í Sigtún 42. Símanúmerið hjá félaginu er óbreytt, 551-5895 og það sama gildir um netfangið, heyrnarhjalp@heyrnarhjalp.is.

Við minnum á Facebooksíðu félagsins en þar er hægt að senda skilaboð á skrifstofuna og fylgjast með helstu fréttum félagsins.

Opnunartími skrifstofunnar verður auglýstur síðar og við óskum öllum félagsmönnum gleðilegra páska!

Dagur heyrnar

 Dagur heyrnar, Mikilvægi öruggrar hlustunar og heyrnarverndar.

Heyrnarhjálp er landssamtök þeirra sem eru heyrnarskertir, hafa misst heyrn að hluta eða alveg, þeirra er þjást af eyrnasuði og öðrum vandamálum er snúa að heyrn. Að félaginu koma líka aðstandendur og aðrir áhugamenn um málefni heyrnaskertra. Félagið berst fyrir réttindum heyrnarskertra og helsta baráttumál félagsins síðustu ár hefur verið TEXTUN en heyrnarskertir eiga erfitt með að njóta t.d. íslensks sjónvarpsefnis ef texti fylgir ekki. Því er mikið jafnréttismál að tugþúsundum heyrnarskertra sé tryggður aðgangur að öllu menningar- og fréttaefni sem sjónvarpsstöðvar hafa upp á að bjóða. Félagið berst einnig fyrir ritúlkún sem margir heyrnarskertir hafa mikið gagn af og gefur þeim tækifæri til hnökralausra samskipta.

Alþjóða Heilbrigðismálastofnunin WHO fagnar 3.mars á ári hverju degi heyrnar sem vekur athygli á mikilvægi heyrnar sem skynfæris og undirstöðu tjáskipta. WHO lagði á síðasta ári fram skýrslu, World Hearing Report, sem beinir því til aðildarríkja sinna að vinna að aukinni heyrnar-heilsugæslu fyrir þegna sína.

Heilbrigðisyfirvöld hunsa heyrnarfötlun

Því er sárt að sjá að íslensk stjórnvöld hunsa eina algengustu fötlun hér á landi. Heyrnarskerðing hefur áhrif á líf og lígsgæði um 20 þús Íslendinga, sem þurfa á heyrnarbætandi aðgerðum að halda og aðgengi að þjónustu heyrnarfræðinga, lækna og þjónustu heyrnartækjaframleiðenda.

Nú er svo komið að varla er hægt að komast að hjá einu ríkisstofnuninni sem ber að sinna heyrnarskertu fólki á Íslandi. Biðlistar hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands eru svo langir að félagsmenn Heyrnarhjálpar kvarta undan því að það hafi þurft að bíða í tæpt ár eftir að komast í heyrnarmælingar og endurnýjanir heyrnartækja hjá stofnuninni!

Stofnunin kveðst vera undir miklu álagi, ásókn í þjónustu eykst ár frá ári en hvorki fáist fjármagn til reksturs né til að ráða inn fleira sérmenntað fólk.
Heyrnarhjálp krefst þess að íslensk heilbrigðisyfirvöld geri nú alvöru átak til þess að tryggja heyrnarskertum Íslendingum nútíma heyrnarþjónustu í takt við aðrar Evrópuþjóðir.

Halla B Þorkellsson, formaður Heyrnarhjálpar

 

Heyrnarhjálp tekur þátt í Evrópuverkefni um hljóðóþol

Heyrrnarhjálp er þátttakandi í Evrópuverkefni um hljóðóþol(e. misophonia) en hljóðóþol er taugaröskun sem lýsir sér í því að upplifum tiltekinna hljóða veldur svo mikilli vanlíðan að það truflar allar athafnir daglegs lífs. Mikilvægt er að greina börn með hljóðóþol snemma þannig að hægt sé að gera ráðstafanir sem koma í veg fyrir að hljóðóþolið trufli nám og félagslegan þroska og miðar verkefnið bæði að því að útbúa greiningartól og fræðsluefni fyrir starfólk menntastofnana. Upplýsingar um verkefnið og framkgang þess má finna á heimasíðu þess:Linkur á heimasíðu verkefnisins

 

Frestun á KVAM námskeiði!

Vegna aðstæðna í samfélaginu þarf að fresta valdeflingarnámskeiði KVAM til loka mars mánaðar. Nánari upplýsingar verða færðar inn á heimasíðuna þegar nær dregur. Við viljum vekja athygli á því að örfá pláss eru laus og hvetjum við unga félagsmenn til að sækja um sem fyrst, enda um að ræða framúrskarandi námskeið!

Nýársóskir frá okkur í Heyrnarhjálp!

Stjórn Heyrnarhjálpar óskar öllum félagsmönnum og velunnurum sínum gleðilegs nýs árs með ósk um farsælt komandi ár. Við þökkum innilega fyrir það liðna og hlökkum til að hefja nýtt ár af krafti.

Einnig viljum við benda öllum á að passa upp á heyrnina sína í sprengingunum og gamlárskvöldarlátunum en eins og við í félaginu vitum svo vel þá er heyrnin verðmæt!

 

Mynd tekin af Sigfúsi Sigfúsarsyni af Húsavíkurhöfn og birt með góðfúslegu leyfi hans.

Andlát: Guðjón Ingvi Stefánsson fv. formaður Heyrnarhjálpar

Guðjón Ingvi Stefánsson fyrrum formaður Heyrnarhjálpar lést 4 desember s.l . Útför hans fer fram frá Bústaðarkirkju föstudaginn 17. desember kl. 13:00.

Við hjá Heyrnarhjálp þökkum innilega fyrir allt það mikla og góða starf sem Guðjón Ingvin gerði fyrir félagið. Sjálfboðaliðar skipta sköpum fyrir félagasamtök eins og Heyrnarhjálp og  Guðjón var einn þeirra sem áttu stóran þátt í því að koma því í núverandi mynd og á fyrir það mikið þakklæti skilið. Hann var ávallt með velferð þess að leiðaljósi og var einn af burðarstoðum þess. Það er því með sorg í hjarta sem við þökkum honum fyrir í síðasta sinn og kveðjum þennan merka mann.