Frestun á snjallsímanámskeiði

Okkur þykir leitt að tilkynna að fyrirhugað snjallsímanámskeiði sem halda átti í kvöld frestast um viku til mánudagsins 7 nóvember.

  Stjórn Heyrnarhjálpar

Vertu snjöll/snjall – Snjallsímanámskeið fyrir heyrnaskerta!

Heyrnarhjálp kynnir rittúlkað námskeið í snjallsímanámskeið fyrir félagsmenn sína (nýir félagar velkomnir!) með tæknisnillingnum Atla Stefáni Yngvasyni. Atli Stefán stofnaði tæknibloggið Simon.is og er einn af stjórnendum þess, hann er alhliða nörd og tæknifíkill með meiru!
 
Á námskeiðinu verður farið yfir með þátttakendum hvernig einstaklingar sem heyra illa geta nýtt sér betur snjallsímatæknina og hvaða sérsniðnu lausnir eru í boði fyrir þá. Einnig mun Atli aðstoða þátttakendur að læra betur á snjallsímana sína og/eða viðhalda kunnáttu sinni.
 
Námskeiðið verður haldið í tvö skipti, annars vegar fyrir þá sem eru með Iphone (IOS stýrikerfi) og hins vegar fyrir þá sem eru með Android stýrikerfi.
– Iphone námskeiðið verður: 24. október kl. 18:00 – 20:00
– Android námskeiðið verður: 31. október kl. 18:00 – 20:00
 
Hvar: Borgir, Spönginni í Grafarvogi
 
Þátttaka í námskeiðið er félagsmönnum Heyrnarhjálpar að kostnaðarlausu og við hvetjum nýja sem og aldna félagsmenn til að skrá sig!
Fyrir þá sem eru ekki félagsmenn kostar þátttaka 10.000 kr.
 
Skráning fer fram í gegnum: heyrnarhjalp@heyrnarhjalp.is

Jenile kynning 14. október

Föstudaginn 14. október kl. 11:00 – 16:00 verður Jenile kynning á Félagsheimili Félags heyrnarlausra. Við hvetjum eindregið alla félagsmenn okkar til mæta og kynna sér þessi sniðugu aðgengistæki fyrir heyrnarlausa, heyrnarskerta og fólk með samþætta sjón og heyrnarskerðingu!

Stólajóga! Námskeið fyrir heyrnaskerta og/eða þá sem þjást af eyrnasuði

Notkun á heyrnartækjum sem og léleg heyrn getur valdið álagi og rangri líkamstöðu. Þetta getur leitt af sér þreytu og verkjum í axlir, höfði og stífni í kjálka. Sömu sögu er að segja um hvimleitt eyrnarsuð.
 
Heyrnarhjálp býður uppá sérsniðið stólajóga með áherslu á höfuð og axlir undir leiðsögn Steinunnar jógakennara og sjúkraþjálfara.
 
Námskeiðið verður rittúlkað og haldið í húsnæði Hringsjár í Hátúni 10d.
 
Tímasetning: Fimmtudagar kl: 14:00-15:00, frá og með 15 september n.k og stendur yfir í 6 vikur.
 
Verð fyrir félagsmenn: 5.000 kr.
Verð fyrir aðra: 10.000 kr.
 
Skráning fer fram í gegnum hringsja@hringsja.is og áhugasamir eru vinsamlegast beiðnir um að senda nafn og kennitölu þangað til að skrá sig.
 
Takmörkuð pláss eru í boði, félagsmenn hafa forgang og gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær.

Áheit í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka

Nú styttist í árlegt hlaupamaraþon Íslandsbanka og að þessu sinni eru tveir hlauparar að taka þátt til að styrkja Heyrnahjálp. Við hvetjum alla félagsmenn okkar til að styðja við þau Davíð Þór Björgvinsson og Elísu Kristisdóttur og óskum þeim góðs gengis!

Styrktarsíðu Davíðs og Elísu má finna hér: https://www.rmi.is/hlaupastyrkur/hlauparar?charityId=466

 

Aukin greiðsluþátttaka við kaup á heyrnrtækjum

Okkur hjá Heynarhjálp langar að benda á að nýverið jókst greiðsluþátttak ríkisins við kaup á heyrnartæki úr 50.000 í 60.000 per tæki.  Eins langar okkur að benda að mörg stéttfélög styrkja heyrnartækja kaup félagsmanna sinna.

 

 Hægt er að fá mælingu á heyrn og kaupa heyrnartæki á fimm stöðum. Heyrnar og talmeinastöðin. Heyrn. Heyrnatækni. Heyrnastöðin  og Heyrðu. Við hvetum félagsmenn til að prufa tæki og vanda valið vel.  Einnig er mikilvægt að gefa sér góðan tíma til að venjast nýjum tækjum við hinar ýmsu aðstæður.

Evrópuverkefni um hljóðóþol – fyrirlestur um verkefnið verður á aðalfundinum 18. maí n.k.

Hjörtur H. Jónsson verður með fyrirlestur um verkefnið á aðalfundi Heyrnarhjálpar þann 18. maí n.k.

Nánari upplýsingar:

Heyrnarhjálp er þátttakandi í Evrópuverkefni um hljóðóþol(e. misophonia) en hljóðóþol er taugaröskun sem lýsir sér í því að upplifum tiltekinna hljóða veldur svo mikilli vanlíðan að það truflar allar athafnir daglegs lífs. Mikilvægt er að greina börn með hljóðóþol snemma þannig að hægt sé að gera ráðstafanir sem koma í veg fyrir að hljóðóþolið trufli nám og félagslegan þroska og miðar verkefnið bæði að því að útbúa greiningartól og fræðsluefni fyrir starfólk menntastofnana. Upplýsingar um verkefnið og framkgang þess má finna á heimasíðu þess: https://misophonia-school.eu/

Markmið verkefnisins eru meðal annars:

  • Að þróa snjallsímaforrit (app) sem hægt er að nýta til að greina hljóðóþol. Forritið er hannað með sérstakri hliðsjón af skólastarfi þar sem kennari getur á einfaldan og skemmitlegan hátt athugað hvort einhverjir nemendur séu með hljóðóþol.
  • Útgáfa fræðsluefnis/námsefnis um hljóðóþol sem skiptist í 7 megin hluta.

Heyrnarhjálp er stoltur þátttakandi í þessu verkefni en einstaklingar með hljóðóþol eiga oft erfitt uppdráttar í samfélaginu og skortir bæði fræðslu og greiningar til að sporna við neikvæðum áhrif þess. Það verður áhugavert að hlusta á Hjört H. Jónsson kynna verkefnið fyrir félagsmönnum á aðalfundinum og við hvetjum alla til að mæta á fundinn.

Aðalfundur Heynarnarhjálpar 2022

Aðalfundur Heyrnarhjálpar 2022 verður haldin miðvikudaginn 18 maí klukkan 20:00 í Safnaðarheimili Langholtskirkju

Aðalfundur hefst kl 20:00

  1. Skipan fundarstjóra og fundarrita
  2. Ársskýrsla fyrra starfsárs
  3. Áritaðir reikningar fyrra árs kynntir og bornir upp til samþykktar
  4. Kjör formanns
  5. Kjör annarra stjórnarmanna (kjör 2ja manna til 2ja ára og kjör 2ja varamanna til 1.árs)
  6. Önnur mál.
  7. Hjörtur Jónsson fyrverandi formaður Heyrnarhjálpar mun halda fyrirlestur um hjóðóþol að hefðbundinni dagskrá lokinni.

   Fundurinn verður rittúlkaður. Verið velkomin!

 

Apríl-námskeið: Fræðsla um Tinnitus, heyrnarskerðing og/eða leiðtogaþjálfun

NHS (Samtök heyrnarskertra á Norðurlöndum) og Heyrnarhjálp bjóða upp á þrjú námskeið daganna 22. og 23. apríl n.k. á Hótel Natura.

Námskeiðin verða haldin á norsku og með íslenskri rittúlkun og þau eru kjörið fyrir þá sem þekkja ekki rittúlkun til að kynna sér það túlkunarform!

Námsefnið verður á íslensku þökk sé Heyrnar- og talmennastöð Íslands sem hefur þýtt efnið og verið traustur bakhjarl við undirbúninginn.

Skráning fer fram í gegnum heyrnarhjalp@heyrnarhjalp.is. Við hvetjum alla félagsmenn til þess að skrá sig en takmörkuð pláss eru í boði og fyrsti koma fyrsti fá!

 

Dagskrá fer fram á Hótel Natura og er svohljóðandi:

Námskeið 1 – Tinnitus:

Föstudagurinn 22. Apríl kl. 17:00-20:00. Fræðsla um eyrnasuð og hvaða leiðir og tækninýjungar eru í boði fyrir þá sem glíma við eyrnasuð.

Námskeið 2 – Heyrn/heyrnarskerðing:

Laugardagurinn 23. apríl kl. 10:00 – 13:00. Fræðsla um heyrn og heyrnarskerðingu, heyrnartæki og hvaða tæknýjungar eru í boði.

Námskeið 3 – Leiðtogaþjálfun

Laugardagurinn 23. apríl kl. 14:00-17:00. Leiðtogaþjálfun og þátttaka í félagsasmtökum m.a. fyrir fatlað fólk.

Skrifstofa Heyrnarhjálpar er flutt í nýtt húsnæði

Heyrnarhjálp hefur flutt skrifstofu sína í Sigtún 42. Símanúmerið hjá félaginu er óbreytt, 551-5895 og það sama gildir um netfangið, heyrnarhjalp@heyrnarhjalp.is.

Við minnum á Facebooksíðu félagsins en þar er hægt að senda skilaboð á skrifstofuna og fylgjast með helstu fréttum félagsins.

Opnunartími skrifstofunnar verður auglýstur síðar og við óskum öllum félagsmönnum gleðilegra páska!